Nýr lágpunktur í íslenskri stjórnmálaumræðu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 VISIR/DANÍEL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira