Hjólaði 360 km til styrktar rannsóknum á einhverfu: „Það erfiðasta sem ég hef gert" Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 17:13 Sverrir Rolf hjólaði frá Manchester til London á sunnudaginn. „Það var hópur af fólki sem skráði sig í þessa hjólreiðaferð sem er skipulögð af breska hjólreiðafyrirtækinu Rapha. Þetta er haldið einu sinni á ári en í fyrra var hjólað frá Bordeaux til Parísar. Markiðið hjá keppendum er að safna fé til styrktar rannsóknum á einhverfu,“segir Sverrir Rolf Sander sálfræðinemi, sem hjólaði frá Manchester til London á sunnudaginn en leiðin er 360 kílómetra löng. „Ég lagði af stað um klukkan sex um morguninn frá Manchester og maður fær að næra sig á fjórum mismunandi stöðum á leiðinni. Þar getur stoppað í um fimmtán mínútur á hverjum stað en annars hjólar maður stanslaust allan tímann.“ Sverrir segir að hjólaleiðin sé í raun öll á sveitarvegum og lýsir hann leiðinni eins og að ferðast í gegnum mænu Englands. Fyrir ári síðan hjólaði Sverrir frá Berlín til Parísar í minningu föður síns sem lést í lok ársins 2011. Þá hjólaði hann í gegnum fjögur lönd og að ferðinni lokinni hafði hann lagt alls 1.262 kílómetra að baki. „Ég er kannski ekki beint þessi keppnishjólreiðamaður og eins og um helgina voru felst allir að reyna að komast í gegnum þetta saman. Ég æfði mjög mikið fyrir þessa áskorun, enda áskorun mikil og get alveg fullyrt það að þetta var það erfiðasta sem ég hef gert í mínu lífi.“ Sverir segir að hann hafi hjólað stanslaust í fimmtán tíma en með stoppum hafi tíminn verið um sextán klukkustundir.15.000 kaloríur „Ég hjólaði með einum strák nánast allan tímann og sá var með svona gps-tæki sem mælir meðal annars kaloríu magnið sem maður er að brenna á leiðinni. Hann sá í fyrsta skipti koma upp „error“ á kaloríumælinum. Líklega höfum við brennt yfir 15.000 kaloríur á leiðinni.“ Sverrir opnaði kaffihúsið Puffin Coffee heima hjá sér að Baldursgötu 26 í apríl. Sverrir býður uppá ókeypis bolla útum gluggann heima hjá sér en fólki er þó frjálst að gefa fjárframlög til styrktar rannsókna á einhverfu. Söfnunin tengist því þessari hjólreiðaferð. „Ég hef út september til þess að safna og eins og staðan er núna fer ég að nálgast 600.000 krónur. Nú ætla ég að klára þetta með stæl.“ Simon Mottra, forstjóri fyrirtækisins Rapha, á son sem er greindur með einhverfu og því er málefnið ekki kannski eitthvað sem við veljum. „Ég er aftur á móti sálfræðinemi og hef mikinn áhuga á rannsóknum á einhverfu, auk þess sem besti vinur minn á son sem er greindur með einhverfu. Í rauninni sá ég þetta sem tækifæri til þess að láta gott af mér leiða og þjást töluvert í leiðinni á hjólinu.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
„Það var hópur af fólki sem skráði sig í þessa hjólreiðaferð sem er skipulögð af breska hjólreiðafyrirtækinu Rapha. Þetta er haldið einu sinni á ári en í fyrra var hjólað frá Bordeaux til Parísar. Markiðið hjá keppendum er að safna fé til styrktar rannsóknum á einhverfu,“segir Sverrir Rolf Sander sálfræðinemi, sem hjólaði frá Manchester til London á sunnudaginn en leiðin er 360 kílómetra löng. „Ég lagði af stað um klukkan sex um morguninn frá Manchester og maður fær að næra sig á fjórum mismunandi stöðum á leiðinni. Þar getur stoppað í um fimmtán mínútur á hverjum stað en annars hjólar maður stanslaust allan tímann.“ Sverrir segir að hjólaleiðin sé í raun öll á sveitarvegum og lýsir hann leiðinni eins og að ferðast í gegnum mænu Englands. Fyrir ári síðan hjólaði Sverrir frá Berlín til Parísar í minningu föður síns sem lést í lok ársins 2011. Þá hjólaði hann í gegnum fjögur lönd og að ferðinni lokinni hafði hann lagt alls 1.262 kílómetra að baki. „Ég er kannski ekki beint þessi keppnishjólreiðamaður og eins og um helgina voru felst allir að reyna að komast í gegnum þetta saman. Ég æfði mjög mikið fyrir þessa áskorun, enda áskorun mikil og get alveg fullyrt það að þetta var það erfiðasta sem ég hef gert í mínu lífi.“ Sverir segir að hann hafi hjólað stanslaust í fimmtán tíma en með stoppum hafi tíminn verið um sextán klukkustundir.15.000 kaloríur „Ég hjólaði með einum strák nánast allan tímann og sá var með svona gps-tæki sem mælir meðal annars kaloríu magnið sem maður er að brenna á leiðinni. Hann sá í fyrsta skipti koma upp „error“ á kaloríumælinum. Líklega höfum við brennt yfir 15.000 kaloríur á leiðinni.“ Sverrir opnaði kaffihúsið Puffin Coffee heima hjá sér að Baldursgötu 26 í apríl. Sverrir býður uppá ókeypis bolla útum gluggann heima hjá sér en fólki er þó frjálst að gefa fjárframlög til styrktar rannsókna á einhverfu. Söfnunin tengist því þessari hjólreiðaferð. „Ég hef út september til þess að safna og eins og staðan er núna fer ég að nálgast 600.000 krónur. Nú ætla ég að klára þetta með stæl.“ Simon Mottra, forstjóri fyrirtækisins Rapha, á son sem er greindur með einhverfu og því er málefnið ekki kannski eitthvað sem við veljum. „Ég er aftur á móti sálfræðinemi og hef mikinn áhuga á rannsóknum á einhverfu, auk þess sem besti vinur minn á son sem er greindur með einhverfu. Í rauninni sá ég þetta sem tækifæri til þess að láta gott af mér leiða og þjást töluvert í leiðinni á hjólinu.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira