Hjólaði frá Berlín til Parísar í minningu föður síns Sara McMahon skrifar 9. september 2013 07:00 Sverrir Rolf Sander lauk hjólreiðaferðalagi sínu við Sigurbogann í París. Hann hafði þá hjólað 1.262 kílómetra frá Berlín. Mynd/úr einkasafni „Í síðasta skipti sem ég talaði við föður minn lofaði ég honum því að þegar hann væri búinn að ná sér af veikindum sínum myndum við hjóla frá Berlín, þar sem ég bjó á þeim tíma, til Kölnar, en hann var þaðan. Þetta ætluðum við að gera sumarið 2013 en faðir minn lést í lok ársins 2011. Ég ákvað samt að láta verða af ferðinni en gera meira úr henni og enda í París,“ segir Sverrir Rolf Sander sálfræðinemi, sem hjólaði frá Berlín til Parísar í minningu föður síns. Hann hjólaði í gegnum fjögur lönd og að ferðinni lokinni hafði hann lagt alls 1.262 kílómetra að baki. Sverrir hóf ferðalagið þann 25. ágúst og lauk henni í París þann 2. september. Hann reyndi eftir fremsta megni að halda sig á malbikuðum vegum en viðurkenni að það hafi ekki alltaf tekist. „Ég hafði búið til grófa áætlun áður en ég fór af stað en hún gekk ekki alltaf upp þegar á hólminn var kominn vegna minniháttar mistaka, lélegra merkinga og lokaðra vega. Þetta var meiriháttar ævintýri en það komu auðvitað stundir þar sem ég týndist eða ekkert gekk upp og þá langaði mig mest að kasta hjólinu frá mér og fara á næsta hótel. En mest allan tímann leið mér vel og ég naut ferðarinnar,“ útskýrir hann.Lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi Aðspurður segist Sverrir vera tiltölulega nýbyrjaður að stunda hjólreiðar, og þá vegna flutninga sinna til Berlínar. „Þegar ég var yngri lent ég í alvarlegu hjólreiðaslysi og var það hjálmurinn sem kom í veg fyrir að verr fór. Í kjölfarið hjólaði ég nánast ekki neitt og það var ekki fyrr en ég flutti til Berlínar árið 2010 að ég byrjaði að hjóla aftur. Í Berlín er einkabíllinn munaður en ekki nauðsyn og þar fór áhugi minn vaxandi, enda var hjólið orðið minn aðalferðamáti og að auki hagkvæm og frábær líkamsrækt.“ Einn af bestu vinum Sverris tók á móti honum við lok ferðarinnar, en henni lauk við Sigurbogann í París. Hann hefur notið lífsins í borginni undanfarna daga en kveðst hlakka til heimkomunnar. „Það verður gott að koma heim og fá tækifæri til að deila öllum ævintýrunum með vinum og vandamönnum.“ Hann vonar að hjólreiðatúrinn hafi verið sá fyrsti af mörgum en hyggst hafa dagleiðirnar styttri í næsta sinn. „Ég ætla að reyna að njóta mín meira í næstu ferð og hjóla færri kílómetra á degi hverjum,“ segir hann að lokum.Hjólaleið Sverris:Berlín (DE) -> Stendal (DE)Stendal (DE) -> Lehrte (DE)Lehrte (DE) -> Bad Oeynhausen(DE)Bad Oyenhausen (DE) -> Dülmen (DE)Dülmen (DE) -> Weert (NL)Weert (NL) -> Brussel (BE)Brussel (BE) -> Valenciennes (FR)Valenciennes (FR) -> Omiecourt (FR)Omiecourt (FR) -> Paris (FR) Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira
„Í síðasta skipti sem ég talaði við föður minn lofaði ég honum því að þegar hann væri búinn að ná sér af veikindum sínum myndum við hjóla frá Berlín, þar sem ég bjó á þeim tíma, til Kölnar, en hann var þaðan. Þetta ætluðum við að gera sumarið 2013 en faðir minn lést í lok ársins 2011. Ég ákvað samt að láta verða af ferðinni en gera meira úr henni og enda í París,“ segir Sverrir Rolf Sander sálfræðinemi, sem hjólaði frá Berlín til Parísar í minningu föður síns. Hann hjólaði í gegnum fjögur lönd og að ferðinni lokinni hafði hann lagt alls 1.262 kílómetra að baki. Sverrir hóf ferðalagið þann 25. ágúst og lauk henni í París þann 2. september. Hann reyndi eftir fremsta megni að halda sig á malbikuðum vegum en viðurkenni að það hafi ekki alltaf tekist. „Ég hafði búið til grófa áætlun áður en ég fór af stað en hún gekk ekki alltaf upp þegar á hólminn var kominn vegna minniháttar mistaka, lélegra merkinga og lokaðra vega. Þetta var meiriháttar ævintýri en það komu auðvitað stundir þar sem ég týndist eða ekkert gekk upp og þá langaði mig mest að kasta hjólinu frá mér og fara á næsta hótel. En mest allan tímann leið mér vel og ég naut ferðarinnar,“ útskýrir hann.Lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi Aðspurður segist Sverrir vera tiltölulega nýbyrjaður að stunda hjólreiðar, og þá vegna flutninga sinna til Berlínar. „Þegar ég var yngri lent ég í alvarlegu hjólreiðaslysi og var það hjálmurinn sem kom í veg fyrir að verr fór. Í kjölfarið hjólaði ég nánast ekki neitt og það var ekki fyrr en ég flutti til Berlínar árið 2010 að ég byrjaði að hjóla aftur. Í Berlín er einkabíllinn munaður en ekki nauðsyn og þar fór áhugi minn vaxandi, enda var hjólið orðið minn aðalferðamáti og að auki hagkvæm og frábær líkamsrækt.“ Einn af bestu vinum Sverris tók á móti honum við lok ferðarinnar, en henni lauk við Sigurbogann í París. Hann hefur notið lífsins í borginni undanfarna daga en kveðst hlakka til heimkomunnar. „Það verður gott að koma heim og fá tækifæri til að deila öllum ævintýrunum með vinum og vandamönnum.“ Hann vonar að hjólreiðatúrinn hafi verið sá fyrsti af mörgum en hyggst hafa dagleiðirnar styttri í næsta sinn. „Ég ætla að reyna að njóta mín meira í næstu ferð og hjóla færri kílómetra á degi hverjum,“ segir hann að lokum.Hjólaleið Sverris:Berlín (DE) -> Stendal (DE)Stendal (DE) -> Lehrte (DE)Lehrte (DE) -> Bad Oeynhausen(DE)Bad Oyenhausen (DE) -> Dülmen (DE)Dülmen (DE) -> Weert (NL)Weert (NL) -> Brussel (BE)Brussel (BE) -> Valenciennes (FR)Valenciennes (FR) -> Omiecourt (FR)Omiecourt (FR) -> Paris (FR)
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira