Sala á Scholz gæti skilað Stjörnunni tugum milljóna í janúar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 08:30 Alexander Scholz skilaði góðu starfi fyrir Stjörnuna og Garðbæingar halda áfram að græða á gæðum hans. Vísir/Getty Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira