Kossinn langþráði á baðstofuloftinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2014 10:15 Listakonurnar Kristín og Margrét nýta sér sögu Nesstofu í nútímalist sinni. Mynd úr einkasafni Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október. Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október.
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira