Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 vísir/stefán Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara. Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara.
Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06