Innlent

Füle vill flýta umsóknarferlinu

Sveinn Arnarsson skrifar
stefan füle Vill hraða aðildarferli umsóknarríkja.
stefan füle Vill hraða aðildarferli umsóknarríkja. Mynd/AFP
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagði á þriðjudag á ráðstefnu í Vínarborg að umsóknarríki að sambandinu ættu að hraða ferlinu að aðgöngu í sambandið. Það væri til hagsbóta fyrir öll aðildarríki sambandsins og til þess fallið að koma efnahagsástandi umsóknarlandanna á réttan kjöl, íbúum þeirra til hagsbóta.

„Ég er ekki aðeins að tala um aðildarviðræður sem slíkar, heldur trúverðugar viðræður. Aðildarferlið hefur jákvæð áhrif á umsóknarlöndin meðan á viðræðum stendur, ekki aðeins þegar löndin hafa samþykkt inngöngu,“ sagði Füle á ráðstefnu ríkja Balkanskaga sem haldin var í Vínarborg.

Füle lét ummælin falla tveimur vikum eftir kosningar til Evrópuþingsins, kosningar þar sem flokkar andsnúnir frekari stækkun sambandsins unnu stórsigur.

Füle taldi frekari stækkun sambandsins vera öflugasta tæki ESB til að bæta efnahagsástand allra aðildarríkja sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×