Flóðlýsing Laugardalsvallar ekki tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2014 08:45 Framkvæmdir við endurnýjun flóðlýsingar eru hafnar. fréttablaðið/pjetur Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun flóðlýsingar á Laugardalsvelli þrátt fyrir að borgarráð sé ekki búið að samþykkja fjárveitingu til verksins. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti samning um fjárveitingu til verksins fyrir sitt leyti og vísaði samningnum til borgarráðs þann 9. maí síðastliðinn. Í þeim samningsdrögum á Reykjavíkurborg að greiða um 50 milljónir króna til KSÍ á þremur árum og eignast svo fljóðljósin. Líklega mun borgarráð ekki taka samninginn til efnislegrar meðferðar á fundi sínum í dag.Dagur B. EggertssonFramkvæmdin, sem KSÍ hóf án þess að samningur við borgina lægi fyrir, var ekki boðinn út og samningur gerður við einn aðila um kaupin. „Það er rétt að það stóð til að hafa málefni Laugardalsvallar á dagskrá borgarráðs en ég er ekki viss um að sú verði raunin, við þurfum að fá færi á því að fara betur yfir málið,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Ég er búinn að vera í öðru síðustu daga svo það er langlíklegast að ég taki þetta út af dagskrá og fari yfir þetta með sérfræðingum innan borgarinnar.“ Eva Baldursdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, telur það skjóta skökku við að framkvæmdir séu hafnar. „Jú, mér finnst framvindan skrítin,“ segir Eva. „Meirihluti fjármagnsins kemur frá borginni en ef svo ólíklega vildi til að þetta yrði ekki samþykkt í borgarráði þá hljóta þeir að treysta sér til að fjármagna framkvæmdina með öðrum leiðum.“ „Það orkar tvímælis að framkvæmdir séu hafnar ef verkefnið er ekki að fullu fjármagnað,“ segir Eva. Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist ekki þekkja þetta mál nógu vel og ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér það í þaula. „Það er hins vegar alveg á hreinu, og það er í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að það eigi að vera vinnuregla innan borgarinnar að það eigi að viðhafa útboð sem víðast til að fara sem best með peninga skattborgara.“ Tengdar fréttir Ný flóðlýsing án útboðs: ÍTR vill að borgin greiði 50 milljónir í verkið Reykvískir skattgreiðendur munu greiða 50 af 70 milljónum sem ný flóðljós á Laugardalsvelli kosta, ef samningur sem ÍTR hefur lagt blessun sína yfir verður samþykktur í borgarráði á morgun. Knattspyrnusambandið samdi við eitt fyrirtæki án útboðs. 4. júní 2014 08:45 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun flóðlýsingar á Laugardalsvelli þrátt fyrir að borgarráð sé ekki búið að samþykkja fjárveitingu til verksins. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti samning um fjárveitingu til verksins fyrir sitt leyti og vísaði samningnum til borgarráðs þann 9. maí síðastliðinn. Í þeim samningsdrögum á Reykjavíkurborg að greiða um 50 milljónir króna til KSÍ á þremur árum og eignast svo fljóðljósin. Líklega mun borgarráð ekki taka samninginn til efnislegrar meðferðar á fundi sínum í dag.Dagur B. EggertssonFramkvæmdin, sem KSÍ hóf án þess að samningur við borgina lægi fyrir, var ekki boðinn út og samningur gerður við einn aðila um kaupin. „Það er rétt að það stóð til að hafa málefni Laugardalsvallar á dagskrá borgarráðs en ég er ekki viss um að sú verði raunin, við þurfum að fá færi á því að fara betur yfir málið,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Ég er búinn að vera í öðru síðustu daga svo það er langlíklegast að ég taki þetta út af dagskrá og fari yfir þetta með sérfræðingum innan borgarinnar.“ Eva Baldursdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, telur það skjóta skökku við að framkvæmdir séu hafnar. „Jú, mér finnst framvindan skrítin,“ segir Eva. „Meirihluti fjármagnsins kemur frá borginni en ef svo ólíklega vildi til að þetta yrði ekki samþykkt í borgarráði þá hljóta þeir að treysta sér til að fjármagna framkvæmdina með öðrum leiðum.“ „Það orkar tvímælis að framkvæmdir séu hafnar ef verkefnið er ekki að fullu fjármagnað,“ segir Eva. Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist ekki þekkja þetta mál nógu vel og ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér það í þaula. „Það er hins vegar alveg á hreinu, og það er í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að það eigi að vera vinnuregla innan borgarinnar að það eigi að viðhafa útboð sem víðast til að fara sem best með peninga skattborgara.“
Tengdar fréttir Ný flóðlýsing án útboðs: ÍTR vill að borgin greiði 50 milljónir í verkið Reykvískir skattgreiðendur munu greiða 50 af 70 milljónum sem ný flóðljós á Laugardalsvelli kosta, ef samningur sem ÍTR hefur lagt blessun sína yfir verður samþykktur í borgarráði á morgun. Knattspyrnusambandið samdi við eitt fyrirtæki án útboðs. 4. júní 2014 08:45 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Ný flóðlýsing án útboðs: ÍTR vill að borgin greiði 50 milljónir í verkið Reykvískir skattgreiðendur munu greiða 50 af 70 milljónum sem ný flóðljós á Laugardalsvelli kosta, ef samningur sem ÍTR hefur lagt blessun sína yfir verður samþykktur í borgarráði á morgun. Knattspyrnusambandið samdi við eitt fyrirtæki án útboðs. 4. júní 2014 08:45