Innlent

Dæmdur fyrir samræði við þrjár stúlkur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir samræði við þrjár stúlkur undir lögræðisaldri á árunum 2011 og 2012. Maðurinn var sjálfur ólögráða.

Dómurinn féll í héraðsdómi þann 15. nóvember síðastliðinn og var honum áfrýjað. Lögráðamaður mannsins hafði lýst því yfir að málinu yrði ekki áfrýjað en hinn ákærði lýsti sjálfur síðar yfir áfrýjun.

Var hann sakfelldur fyrir að hafa haft endaþarmsmök við fjórtán ára stúlku á salerni, snert brjóst tólf ára telpu innanklæða, sett fingur í kynfæri hennar og látið hana taka um getnaðarlim sinn og fróa sér og að hafa haft samræði við þrettán ára stúlku. Taldi hann að stelpurnar væru orðnar fimmtán ára gamlar þegar brotin áttu sér stað.

Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða tveimur stúlknanna 800 þúsund krónur í skaðabætur og þeirri þriðju 1.2 milljónir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×