„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. janúar 2014 21:08 Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira