Innlent

Vel gengur að rífa niður Fernöndu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernanda hefur verið dregið í höfnina í Helguvík þar sem skipið verður rifið niður í brotajárn
Fernanda hefur verið dregið í höfnina í Helguvík þar sem skipið verður rifið niður í brotajárn visir/stefán
Starfsmenn fyrirtækisins Hringrásar hófu niðurrif flutningaskipsins Fernöndu í Helguvík í gær.

Í maí 2012 strandaði Fernanda við Sandgerði og var Landhelgisgæslan kölluð til. Undir lok síðasta árs kom neyðarkall úr skipinu þegar eldur hafði komið upp í vélarrúminu.

Skipið var þá statt um 20 kílómetra suður af Vestmannaeyjum. Fernanda var dregin í Hafnarfjarðarhöfn en þá blossaði upp mikill eldur og lagði mikinn reyk yfir Hafnafjarðarbæ.

Fernanda var því næst dregið í Grundartanga og var olíu og spilliefnum dælt úr skipinu.

Nú hefur Fernanda verið dregið í höfnina í Helguvík þar sem skipið verður rifið niður í brotajárn og selt úr landi.

Einar Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri Hringrásar, segir ekki ljóst hve langan tíma verkið muni taka en ljóst sé að það fari vel af stað.


Tengdar fréttir

Ekki í myndinni að rífa Fernöndu á Grundartanga

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar lauk í gærkvöldi störfum sínum í skipinu Fernanda eftir að það var dregið að bryggju á Grundartanga á miðvikudaginn. Faxaflóahafnir vilja ekki hafa skipið lengi á Grundartanga.

Fernanda undir Hafnarbergi

Skipið Fernanda er enn í togi en varðskipið Þór hefur þurft að leita í var með það vegna vonds veðurs.

Fernanda dregin út úr höfninni

Flutningaskipið er komið út úr höfninni en óvíst er hvert förinni er heitið. Talsmenn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar funda eftir hádegi. Finna þarf stað þar sem minnsta hættan skapast sökkvi skipið.

Löskuð Fernanda enn í vari

Allt kapp er lagt á að afstýra umhverfisslysi við Reykjanesskaga þar sem varðsskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernöndu í togi. Litlar líkur eru á að Fernanda sökkvi í sæ að mati Landhelgisgæslunnar.

Tæknideild rannsakar Fernöndu í dag

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í daga rannsaka eldsumbrot í skipinu Fernanda sem liggur við bryggju á Grundartanga. Ljósmyndari Fréttablaðsins tók myndir af skipinu við bryggju á Grundartanga

Ákveða í birtingu hvort Fernanda verði dregin til hafnar

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Fernöndu inn fyrir Garðskaga í gærkvöldi og eru skipin þar í vari. Í birtingu verður ákveðið hvort Fernanda verður aftur dregin til hafnar, meðal annars til að dæla hundrað tonnum af olíu í land, sem eru í geymum skipsins.

Blása reykinn burt með stórum blásurum

Slökkivilið Höfuðborgarsvæðisins hefur komið fyrir stórum blásurum fyrir aftan Fernöndu til að hindra að reyk beri yfir byggð í Hafnafirði.

Fernanda dregin á land í Helguvík

Verið er að koma flutningaskipinu Fernöndu, sem eyðilagðist í eldi fyrir nokkrum vikum, á fast land í Helguvík nú á há flóðinu, en þar verður það rifið.

Eigendur Fernöndu koma til landsins á morgun

Starfsmenn Norfos Shipping, eiganda flutningaskipsins Fernöndu sem nú liggur stórskemmt í höfn á Grundartanga, koma hingað til lands núna um helgina. Með í för verða fulltrúar tryggingafélaga sem munu meta skemmdirnar.

Deilt um ábyrgð í málum Fernöndu

Ekki er enn byrjað að dæla olíu og menguðum sjó úr flakinu af flutningaskipinu Fernöndu sem liggur við bryggju á Grundartanga og getur því enn stafað mengunarhætta af því. Hagsmunaaðilar þvers og kruss um heiminn deila um hver beri endanlega ábyrgð á að fjarlægja mengandi efni úr skipinu og rífa það.

Vildu skipið ekki aftur í Hafnarfjarðarhöfn

Flutningaskipið Fernanda var dregið að höfn við Grundartanga seinni partinn í dag, en yfirvöld í Hafnarfirði vildu ekki fá skipið aftur inn í Hafnarfjarðarhöfn. Slökkvilið Akraness mun yfirfara skipið í kvöld og lögreglurannsókn hefst strax í fyrramálið.

Illgerlegt að fjarlægja olíuna

Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að dæla olíu úr flutningskipinu Fernöndu sem er nú staðsett vestur af Faxaflóa, en illgerlegt er að framkvæma slíkar aðgerðir á hafi úti. Enn logar í skipinu, en 100 tonn af olíu eru í tönkum þess.

Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum

„Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri.

Hundrað tonn af olíu í Fernöndu

Varðskipið Þór er væntanlegt til Hafnarfjarðar á níunda tímanum, með flutningaskipið Fernöndu í togi.

Fernanda verður rifin í Njarðvík

Flutningaskipið Fernanda er nú á leið til Njarðvíkur þar sem verður það verður rifið. Dráttarbáturinn Magni lagði af stað með skipið í togi klukkan ellefu í morgun og von er á að þau verði komin til Njarðvíkur um fjögurleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×