Innlent

Varðskipið Þór með skipið í togi

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Varðskipið Þór með Fernöndu í togi. Hér sjást skipin frá golfvellinum á Hvaleyrarholti um miðjan dag í gær. Fernanda er farin að kólna og telja menn að allar glæður séu kulnaðar.
Varðskipið Þór með Fernöndu í togi. Hér sjást skipin frá golfvellinum á Hvaleyrarholti um miðjan dag í gær. Fernanda er farin að kólna og telja menn að allar glæður séu kulnaðar. Frettablaðið/Pjetur
Það ræðst í dag hvað gert verður við flakið af flutningaskipinu Fernöndu.

Haft verður samráð við hlutaðeigandi aðila, það er slökkviliðið, umhverfisstofnun, eigendur skipsins, tryggingafélag þess, Hafnarfjarðarhöfn og fleiri um hvaða leiðir komi til greina við förgun Fernöndu.

Varðskipið Þór var með skipið í vari út af Helgaskeri við Hafnarfirði í nótt.

Í gær fór áhöfn Þórs ásamt slökkviliðsmönnum um borð og héldu áfram að kæla flakið og hreinsuðu til eftir því sem hægt var. Enginn eldur var sjáanlegur um borð og töldu menn að hann væri kulnaður enda skipið farið að kólna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×