Innlent

Fernanda dregin út úr höfninni

Kristján Hjálmarsson skrifar
Fernanda var dregin út úr höfninni í Hafnarfirði.
Fernanda var dregin út úr höfninni í Hafnarfirði. myndir/pjetur og vilhelm
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan eru byrjuð að draga flutningaskipið Fernöndu út úr Hafnarfjarðarhöfn. Ekki er vitað hvert farið verður með skipið.

Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar og Umhverfisstofnunar munu funda strax eftir hádegi hvert best sé að fara með skipið en finna þarf stað þar sem minnsta hættan skapast fari svo að Fernanda sökkvi. Um hundrað tonn af olíu eru um borð í skipinu.

Um tuttugu slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu auk varðskipsins Þórs.

Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir þetta einu erfiðustu aðstæður sem slökkviliðsmenn hafa lent í og heppni að ekki sé um stærra skip að ræða.

Reyk leggur yfir suðurbæinn í Hafnarfirði og hvetur slökkviliðið fólk að loka gluggum svo heimili þeirra fyllist ekki af reyk.

mynd/pjetur
mynd/pjetur
mynd/pjetur
mynd/vilhelm
mynd/pjetur
mynd/pjetur
mynd/pjetur
mynd/stöð 2

Tengdar fréttir

Ennþá logar vel í skipinu

Varðskipið Þór er komið á staðinn og notar slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu.

Tollverðir tóku á móti skipverjum

Tollverðir tóku á móti skipverjum flutningaskipsins Fernanda þegar þeir lentu við stjórnstöð landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag.

Skipverjarnir heilir á húfi

Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni.

Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum

„Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri.

Fernanda á reki

Flutningaskipið hefur rekið undan austanáttinni í nótt og er komið vestur á Selvogsbanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×