Innlent

Tæknideild rannsakar Fernöndu í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn munu fara um borð í Fernöndu og kanna aðstæður.
Slökkviliðsmenn munu fara um borð í Fernöndu og kanna aðstæður. Mynd/Daníel Rúnarsson
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var með vakt við skipið Fernanda á Grundartanga í nótt. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir að á næstunni muni slökkviliðsmenn kanna aðstæður um borð svo hægt verði að ákveða framhald aðgerða í skipinu.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun svo fara um borð í skipið þegar ljóst er að það sé óhætt. Eftir á að kanna ástand á andrúmslofti um borð með tilliti til súrefnis og eiturgufa. Slökkviliðið býr þó ekki yfir þeim búnaði sem þarf til slíkra mælinga.

Eftir að rannsókn tæknideildarinnar lýkur mun það vera tryggingafélags Fernöndu að ákveða framhald aðgerða.

Hér að neðan má sjá myndir sem Daníel Rúnarsson ljósmyndari Fréttablaðins tók af Fernöndu á Grundartanga. Eins og sjá má er skipið mikið laskað.

Mynd/Daníel
Mynd/Daníel Rúnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×