Innlent

Magnaðar myndir úr brunanum: Svavar Halldórs liðtækur ljósmyndari

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Svavar Halldórsson
Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður á RUV, náði mögnuðum myndum af slökkviliðsmönnum við störf í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að slökkva eld í Flutningaskipinu Fernöndu sem gaus upp eftir að skipið lagðist að bryggju í Hafnarfirði.

„Ég er með skrifstofu við Strandgötu og sá að það var eitthvað mikið að gerast niður á höfn. Ég er alltaf með myndavél með mér og ákvað að taka nokkrar myndir. Það var magnað að sjá slökkviliðsmenn að stöfum í dag,“ segir Svavar í samtali við Vísi.

Svavar er margreyndur fjölmiðlamaður og starfaði sem fréttamaður á RUV í um áratug. Hann segist hafa lært eitt og annað í ljósmyndum á tíma sínum í fjölmiðlum.

„Ég hef unnið með mörgum færum kvikmyndatökumönnum og ljósmyndurum og maður lærir auðvitað mikið af því,“ segir Svavar. „Ég hef gaman af því að taka myndir og geri töluvert af því. Ég náði líka nokkrum ótrúlegum myndum með Samsung-símanum. Það er ótrúlegt hvað það er hægt að ná góðum myndum með símanum nú til dags.“

Sjá má fleiri frábærar myndir á Flickr-síðu Svavars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×