Innlent

Fernanda dregin á land í Helguvík

Mynd/Daníel
Verið er að koma flutningaskipinu Fernöndu, sem eyðilagðist í eldi fyrir nokkrum vikum, á fast land í Helguvík nú á há flóðinu, en þar verður það rifið.

Starfsmenn Hringrásar hafa að undanförnu fjarlægt öll spilliefni úr skipinu og fargað þeim á viðeigandi hátt. Skipið var dregið úr Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi og gekk aðgerðin vel.

Um leið og aðstæður verða tryggar í Helguvík, hefst niðurrif skipsins. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma það mun taka, en stálið úr skipinu fer í brotajárn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×