Innlent

Illgerlegt að fjarlægja olíuna

Þórhildur Þorkeldóttir skrifar
MYND/EGILL AÐALSTEINSSON
MYND/EGILL AÐALSTEINSSON
Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að dæla olíu úr flutningskipinu Fernöndu sem er nú staðsett vestur af Faxaflóa, en illgerlegt er að framkvæma slíkar aðgerðir á hafi úti. Enn logar í skipinu en 100 tonn af olíu eru í tönkum þess.

Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vegna elds um borð í flutningaskipinu , en skipin eru nú staðsett um 55 sjómílur beint út frá Garðskaga. Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.  Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang í dag til að aðstoða við að meta aðstæður og koma búnaði til björgunaraðila.

Logað hefur í Fernöndu í nokkra daga og eru hliðar skipsins enn mjög heitar. Eftir því sem aðstæður leyfa er köldum sjó sprautað á skipið og þannig leitast við að halda því á floti og forða því að eldur komist í aðalolíutanka skipsins. Ef slíkt gerist verður um stórt umhverfisslys að ræða, þar sem 100 tonn af olíu myndu leka út í sjóinn. Svæðið þar sem Þór er með Fernöndu í togi telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×