Innlent

Talið að eldurinn sé slokknaður í Fernöndu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mynd/Vilhelm
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er talið að eldurinn sé slokknaður í flutningaskipinu Fernöndu, en þó er enn er leitast við að draga úr hita í skrokki skipsins og sprautar varðskipið Þór á skipið eftir því sem aðstæður leyfa.

Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang til að aðstoða við að meta aðstæður og koma búnaði til björgunaraðila.

Aðgerðir miðast sem fyrr við að tryggja öryggi og draga úr hættu á mengun. Staðan verður endurmetin þegar líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×