Gerir heimildarmynd um tindana sjö Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar 12. mars 2014 23:00 Vilborg kom þreytt og sæl heim frá Afríku í gær. VISIR/VALLI „Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri. Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri.
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira