Tökur á stórmynd Baltasars hefjast í sumar - „Nenni ekki að hafa vælandi Breta uppi á jökli“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. febrúar 2013 21:04 Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira