Gerir heimildarmynd um tindana sjö Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar 12. mars 2014 23:00 Vilborg kom þreytt og sæl heim frá Afríku í gær. VISIR/VALLI „Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri. Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
„Undirbúningurinn felst að miklu leyti í því að hvíla mig vel. Ég er náttúrulega búin að ganga mikið og þarf að jafna mig eftir það“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir, betur þekkt sem Vilborg pólfari. Vilborg er rétt svo að kasta mæðinni en hún kom heim frá Afríku í gær eftir að hafa klifið Kilimanjaro í Tansaníu, sem er hæsti tindur Afríku. Nú hefur hún klifið sex af sjö hæstu tindum heims. Hún stoppar aðeins í þrjár vikur á Íslandi. Næst bíður hennar hæsti tindur heims, hinn alræmdi Everest tindur í Nepal.Undirbýr sig líkamlega og andlega „Ég þarf að undirbúa mig mikið andlega. Ég þarf að setja mig inn í aðstæður fyrirfram og sjá fyrir hvað getur haft áhrif á andlega líðan mína. Því ofar sem ég kemst því erfiðari verður gangan, ég þarf að vera undirbúin því og láta það ekki koma mér á óvart“. Skortur á súrefni, ofþreyta, ofkæling og torfærar aðstæður setja sinn toll á alla þá sem kljást við fjallið, sérstaklega því ofar sem dregur. Líkamlegur undirbúningur Vilborgar felst að mestu í því að slaka á spennu í vöðvum. „Ég fer í hot yoga og nudd fram að brottför. Þegar að átökunum kemur bý ég vonandi að því að vera búin að ganga stanslaust síðan í nóvember. Annars verð ég á skíðum alla helgina.“ „Dagsformið skiptir rosalega miklu máli þegar maður nálgast toppinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að missa heilsu. Fá kvef, matareitrun eða niðurgang. Eftir 5000 metra hæð batnar manni ekki án þess að fara aftur niður. “ Sex íslendingar hafa áður klifið Everest. Þó er ekki víst að Vilborg verði sú sjöunda. Ingólfur Ragnar Axelsson ætlar sér einnig að reyna við tindinn á svipuðum tíma og Vilborg.Klífur Everest með ráðgjöfum Baltasar Kormáks Ég er að klífa með Adventure Consultants en það fyrirtæki kemur mikið við í sögunni sem Baltasar Kormákur er að gera myndina Everest um og eigandinn er einn af ráðgjöfum myndarinnar. Ég þekki til þessa fyrirtæks og hef farið með þeim áður,“ segir Vilborg sem slæst í för með átta manna hópi á vegum fyrirtækisins. „Þeir eru frá Nýja Sjálandi og ég finn mikla samsvörun með því fólki“.Ætlar að gera heimildarmynd „Bestu kaup sem ég hef gert eru Canon kvikmyndatökuvél sem ég keypti í fyrra,“ segir Vilborg. Hún er nú byrjuð að vinna að heimildarmynd um leiðangur sinn á tindana sjö. Hún ákvað að taka upp ferðalög sín þegar hún var á leiðinni til Bandaríkjanna til að klífa fyrsta tindinn og keypti vélina daginn áður en hún byrjaði að ganga hann í maí á síðasta ári. Kvikmyndatökumaður frá Saga Film fylgdi henni í síðasta leiðangrinum hennar.Sendiherra SOS barnaþorpa „Það er ólýsanleg upplifun að heimsækja barnaþorpið í Arusha og gaman að sjá að það sé virkilega hægt að láta gott af sér leiða“, segir Vilborg sem gerðist sendiherra SOS barnaþorpa í lok árs 2013. Hún nýtti tækifærið og kom í heimsókn í SOS barnaþorp áður en hún sneri heim frá Afríku. Hún segir það vera magnað að sjá hversu góður aðbúnaður er í barnaþorpum SOS þrátt fyrir mikla fátækt í landinu og hvetur fólk til að gerast styrktarforeldri.
Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira