Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2014 08:00 „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira