Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2014 08:00 „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira