Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2014 15:53 Vísir/Getty Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv' HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv'
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira