Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Fjarðalax hefur leyfi fyrir 1.500 tonna laxeldi í Arnarfirði og vill ekki fá fleiri eldisfyrirtæki í fjörðinn. Tvö eru hins vegar á leiðinni. Mynd/Erlendur Gíslason „Við höfum ekki náð að fá hið opinbera til að skilja mikilvægi þess að hafa fiskeldi kynslóðabundið,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax og formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag liggur nú fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi. Breytingunum er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Fjarðalax hefur í umsögn til Alþingis gert athugasemd við að í frumvarpinu sé ekki mælt fyrir um svokölluð kynslóðaskipti í fiskeldi. Þá eru eldissvæði skilgreind og ekki fleiri en ein eldiseining á hverju svæði. Höskuldur segir Fjarðalax hafa samtals 4.500 tonna fiskeldisleyfi í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði en hvíla ávallt hvern stað í sex til átta mánuði að lágmarki.Ný leyfi gefin út þvert á módelið „Þar er allt tæmt og sótthreinsað og botninn vaktaður. Þetta er afar mikilvægt, sérstaklega út af laxalúsinni. Ef hún hefur á annað borð skotið sér niður í eldinu þá finnur hún sér ekki annan hýsil þegar svæðið er hvílt. Þetta á líka við um smitsjúkdóma,“ útskýrir Höskuldur sem kveður tvö önnur fyrirtæki, Arnarlax og Dýrfisk, á leiðinni með eldi í Arnarfjörð. „Það eru gefin út leyfi sem ganga þvert á okkar eldismódel. Það þýðir að þegar við ætlum að hvíla Arnarfjörð getur annað fyrirtæki verið að byggja þar upp. Þá hafa verið búnar til kjöraðstæður fyrir óværuna – hvort sem það er lús eða sjúkdómur eða hvort tveggja.“Vísar gagnrýni Orra Vigfússonar á bug Höskuldur segir meginathugasemd Fjarðalax við áðurnefnt frumvarp snúast um að fá hið opinbera til að virða eldismódelið með kynslóðaskiptunum. „Ef menn spyrja Færeyingana og Norðmennina þá segja þeir allir að ef við ætlum að byggja upp sjókvíaeldi á Íslandi þá verði öll greinin að gera það með kynslóðaskiptu eldi – annars getum við bara gleymt þessu. Þeir segja að annars munum við sýkja hverjir aðra og setja okkur á hausinn,“ segir Höskuldur. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, gagnrýnir frumvarpið og stöðuna í fiskeldismálum harðlega eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag. „Ég hef séð þetta sama frá Orra nokkrum sinnum. Hann skeytir ekkert um þótt búið sé að afsanna það áður,“ segir Höskuldur, sem kveður þó sannleikskorn hjá Orra í því að rannsóknir skorti. Á því strandi einmitt leyfisveitingar en að fyrirtæki á Vestfjörðum muni kosta rannsóknir á vegum Hafrannsóknarstofnunar á næstu mánuðum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Við höfum ekki náð að fá hið opinbera til að skilja mikilvægi þess að hafa fiskeldi kynslóðabundið,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax og formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag liggur nú fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi. Breytingunum er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Fjarðalax hefur í umsögn til Alþingis gert athugasemd við að í frumvarpinu sé ekki mælt fyrir um svokölluð kynslóðaskipti í fiskeldi. Þá eru eldissvæði skilgreind og ekki fleiri en ein eldiseining á hverju svæði. Höskuldur segir Fjarðalax hafa samtals 4.500 tonna fiskeldisleyfi í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði en hvíla ávallt hvern stað í sex til átta mánuði að lágmarki.Ný leyfi gefin út þvert á módelið „Þar er allt tæmt og sótthreinsað og botninn vaktaður. Þetta er afar mikilvægt, sérstaklega út af laxalúsinni. Ef hún hefur á annað borð skotið sér niður í eldinu þá finnur hún sér ekki annan hýsil þegar svæðið er hvílt. Þetta á líka við um smitsjúkdóma,“ útskýrir Höskuldur sem kveður tvö önnur fyrirtæki, Arnarlax og Dýrfisk, á leiðinni með eldi í Arnarfjörð. „Það eru gefin út leyfi sem ganga þvert á okkar eldismódel. Það þýðir að þegar við ætlum að hvíla Arnarfjörð getur annað fyrirtæki verið að byggja þar upp. Þá hafa verið búnar til kjöraðstæður fyrir óværuna – hvort sem það er lús eða sjúkdómur eða hvort tveggja.“Vísar gagnrýni Orra Vigfússonar á bug Höskuldur segir meginathugasemd Fjarðalax við áðurnefnt frumvarp snúast um að fá hið opinbera til að virða eldismódelið með kynslóðaskiptunum. „Ef menn spyrja Færeyingana og Norðmennina þá segja þeir allir að ef við ætlum að byggja upp sjókvíaeldi á Íslandi þá verði öll greinin að gera það með kynslóðaskiptu eldi – annars getum við bara gleymt þessu. Þeir segja að annars munum við sýkja hverjir aðra og setja okkur á hausinn,“ segir Höskuldur. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, gagnrýnir frumvarpið og stöðuna í fiskeldismálum harðlega eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag. „Ég hef séð þetta sama frá Orra nokkrum sinnum. Hann skeytir ekkert um þótt búið sé að afsanna það áður,“ segir Höskuldur, sem kveður þó sannleikskorn hjá Orra í því að rannsóknir skorti. Á því strandi einmitt leyfisveitingar en að fyrirtæki á Vestfjörðum muni kosta rannsóknir á vegum Hafrannsóknarstofnunar á næstu mánuðum
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira