Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að loka starfsstöðvum 17. júlí 2014 00:01 Sjúkrahúsið á Akureyri er í miðju Heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Fréttablaðið/GVA Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðisumdæmum, á Vestfjörðum, öllu Norðurlandi og á öllu Suðurlandi. Með þessum breytingum verða ellefu stofnanir að þremur, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sameiningarnar taka gildi 1. október og taka þá nýir forstjórar við hinum sameinuðu stofnunum. Markmið með sameiningunni er að styrkja rekstrareiningarnar, auka öryggi íbúa með góðri þjónustu og er vonast til að með þessu færist ákvarðanataka í auknum mæli til heimamanna. Á Norðurlandi sameinast allar heilbrigðisstofnanir frá Blönduósi í vestri til Raufarhafnar og Þórshafnar í austri og verður einn forstjóri yfir öllum þessum vinnustöðum. sérfræðiþekking verði auðsótt á minni stöðumKristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson segir þetta áframhald á samræmingu starfs heilbrigðisumdæmanna. „Það sem verið er að gera er einfaldlega að samræma störf heilbrigðisumdæmanna á landinu. Þessi þrjú umdæmi stóðu eftir. Fyrst og fremst er verið að efla starfið í umdæmunum og gera það bæði skilvirkara og öflugra,“ segir Kristján Þór. Spurður hvort þetta feli í sér fækkun starfsstöðva eða minni þjónustu svarar hann því neitandi. „Það er algjörlega ljóst af minni hálfu að það er ekki verið að fækka eða loka starfsstöðvum, síður en svo. Aðgerðirnar draga úr stjórnunarkostnaði svo meira fjármagn verður eftir fyrir starfsstöðvar. Einnig fela aðgerðirnar í sér stóraukin tækifæri til samvinnu milli starfsstöðva þannig að sérfræðiþekking verður auðsóttari á minni stöðunum.“ Vegalengdin milli Þórshafnar og Blönduóss er 394 kílómetrar. Þessar stofnanir verða hvor á sínum enda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands með sameiningunni. Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi, gagnrýnir vinnubrögð ráðherra harðlega. „Ég er búinn að tala við alla þingmenn Framsóknarflokksins. Það er slæmt að við séum ekki með heilbrigðismál á okkar könnu. Ég styð ekki þessa ákvörðun ráðherrans.“ Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðisumdæmum, á Vestfjörðum, öllu Norðurlandi og á öllu Suðurlandi. Með þessum breytingum verða ellefu stofnanir að þremur, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sameiningarnar taka gildi 1. október og taka þá nýir forstjórar við hinum sameinuðu stofnunum. Markmið með sameiningunni er að styrkja rekstrareiningarnar, auka öryggi íbúa með góðri þjónustu og er vonast til að með þessu færist ákvarðanataka í auknum mæli til heimamanna. Á Norðurlandi sameinast allar heilbrigðisstofnanir frá Blönduósi í vestri til Raufarhafnar og Þórshafnar í austri og verður einn forstjóri yfir öllum þessum vinnustöðum. sérfræðiþekking verði auðsótt á minni stöðumKristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson segir þetta áframhald á samræmingu starfs heilbrigðisumdæmanna. „Það sem verið er að gera er einfaldlega að samræma störf heilbrigðisumdæmanna á landinu. Þessi þrjú umdæmi stóðu eftir. Fyrst og fremst er verið að efla starfið í umdæmunum og gera það bæði skilvirkara og öflugra,“ segir Kristján Þór. Spurður hvort þetta feli í sér fækkun starfsstöðva eða minni þjónustu svarar hann því neitandi. „Það er algjörlega ljóst af minni hálfu að það er ekki verið að fækka eða loka starfsstöðvum, síður en svo. Aðgerðirnar draga úr stjórnunarkostnaði svo meira fjármagn verður eftir fyrir starfsstöðvar. Einnig fela aðgerðirnar í sér stóraukin tækifæri til samvinnu milli starfsstöðva þannig að sérfræðiþekking verður auðsóttari á minni stöðunum.“ Vegalengdin milli Þórshafnar og Blönduóss er 394 kílómetrar. Þessar stofnanir verða hvor á sínum enda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands með sameiningunni. Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi, gagnrýnir vinnubrögð ráðherra harðlega. „Ég er búinn að tala við alla þingmenn Framsóknarflokksins. Það er slæmt að við séum ekki með heilbrigðismál á okkar könnu. Ég styð ekki þessa ákvörðun ráðherrans.“
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði