Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2014 19:45 Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30