„Hreppapólitík“ forsætisráðherra í lögreglumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2014 13:20 Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Vísir/Magnús Hlynur „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirritaði reglugerð áður en hann lét af embætti dómsmálaráðherra á fimmtudaginn um að flytja lögregluna á Höfn í Hornafirði í sitt kjördæmi, Norðausturkjördæmi, frá næstu áramótum en ekki hafa hana í Suðurkjördæmi eins og allir höfðu reiknað með. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs. „Ég hef líka heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu. Við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. Hann treystir á að Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, breyti ákvörðun Sigmundar Davíðs. „Já, ég treysti nýjum dómsmálaráðherra til að endurskoða þessi mál, ég heyri á Hornfirðingum að þeir eru alls ekki kátir með þetta. Þeir hafa verið einhuga í samstarfinu við okkur á Suðurlandi og þess vegna finnst mér þetta algjörlega fáránlegt.“ Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
„Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirritaði reglugerð áður en hann lét af embætti dómsmálaráðherra á fimmtudaginn um að flytja lögregluna á Höfn í Hornafirði í sitt kjördæmi, Norðausturkjördæmi, frá næstu áramótum en ekki hafa hana í Suðurkjördæmi eins og allir höfðu reiknað með. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs. „Ég hef líka heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu. Við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. Hann treystir á að Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, breyti ákvörðun Sigmundar Davíðs. „Já, ég treysti nýjum dómsmálaráðherra til að endurskoða þessi mál, ég heyri á Hornfirðingum að þeir eru alls ekki kátir með þetta. Þeir hafa verið einhuga í samstarfinu við okkur á Suðurlandi og þess vegna finnst mér þetta algjörlega fáránlegt.“ Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30