Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 11:34 Þessa mynd birti Björk og hvatti vini sína til að kaupa ekki þessar tilteknu kryddjurtir Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira