Minjavörður gerir ráð fyrir því að húsið verði gert upp Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2014 17:15 Sigurður Gíslason, Þór Hjaltalín og Pálmi Gestsson við húsið í morgun. Vísir/Hafþór „Það sem ég sá er í rauninni að húsið er betur farið en ég átti von á. Það er líka meira varðveitt í því en ég átti von á. Ég hafði heyrt að mörgu hefði verið skipt út en það er ekki. Það er margt upprunalegt í húsinu,“ segir Þór Hjaltalín, minjavörður Vesturlands. „Ég er hér í Bolungarvík fyrst og fremst til að afla gagna. Bæði varðandi húsið og sögu þess og svo skoða ástand hússins.“ Hann skoðaði húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík í morgun, en það varð frægt í síðustu viku þegar Valdimar Lúðvík Gíslason skemmdi það með vinnuvél. Varðandi upprunalega hluti í húsinu nefnir Þór að upprunalegan panil sé enn að finna þár ásamt öðru. Hann segir einnig að sé húsið borið saman við lýsingu Vilmundar Jónssonar, landlæknis, af húsinu á Látrum í Aðalvík, sé ljóst að þetta sé upprunaleg gerð hússins.„Það hafa orðið á því töluverðar skemmdir, eins og menn sjá á myndum. Það versta í þessu er kannski það að skorsteinninn hafi verið brotinn. Því miður.“ Þór segir mikinn burð vera í skorsteininum og í raun hafi það bjargað húsinu að hann skyldi hafa stoppað á millivegg. „Ef hann hefði farið alveg niður hefði hann hugsanlega rifið þakið með sér. Þá hefði verið mikið minna eftir af húsinu. Þessi milliveggur hefur bjargað húsinu en skorsteinninn liggur og togar í þakið. Það er spurning hvort það þurfi ekki að rétta á þessu fyrir veturinn,“ segir Þór.Húsið er í fínu standi „Við gátum tekið múklæðningu aðeins utan af húsinu og undir henni er viðurinn merkilega heill og ófúinn. Það er aðeins fúi neðst í borðunum við fótstykkið. Að öðru leyti er þetta í fínu standi. Kjallarinn sömuleiðis. Þetta er góður hlaðinn grunnur sem hefur verið múraður að innan. Hann er þurr og fínn, þannig að golfbitar og annað er einnig í fínu standi.“ „Ég á ekki von á öðru en að menn ráðist í það að gera húsið upp og laga það. Þetta er ekki það stórt hús og það gætu margir ráðist í þetta verk og gert það vel,“ segir Þór. Hann tekur þó fram að bærinn eigi húsið og ekki er komið í ljós hvað menn vilji gera með það. Nokkrir aðilar hafa undanfarin ár lýst yfir áhuga á því að taka við húsinu. „Oft er nú með svona hús að það þarf að finna þeim hlutverk og einhverja sem vilja taka þau að sér og tryggja varðveislu þeirra. Það held ég að sé ekki vandamálið í þessu tilfelli.“Þannig að húsið lítur í raun merkilega vel út? „Já það er niðurstaðan. Nú er ég bara að ganga frá minni skýrslu og svo förum við á Minjastofnun yfir næstu skref. Það verður unnið áfram í málinu.“ Þór mun vera með erindi á opnum fundi í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld undir nafninu: Friðun húsa og lagaumhverfi. Tengdar fréttir "Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36 „Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
„Það sem ég sá er í rauninni að húsið er betur farið en ég átti von á. Það er líka meira varðveitt í því en ég átti von á. Ég hafði heyrt að mörgu hefði verið skipt út en það er ekki. Það er margt upprunalegt í húsinu,“ segir Þór Hjaltalín, minjavörður Vesturlands. „Ég er hér í Bolungarvík fyrst og fremst til að afla gagna. Bæði varðandi húsið og sögu þess og svo skoða ástand hússins.“ Hann skoðaði húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík í morgun, en það varð frægt í síðustu viku þegar Valdimar Lúðvík Gíslason skemmdi það með vinnuvél. Varðandi upprunalega hluti í húsinu nefnir Þór að upprunalegan panil sé enn að finna þár ásamt öðru. Hann segir einnig að sé húsið borið saman við lýsingu Vilmundar Jónssonar, landlæknis, af húsinu á Látrum í Aðalvík, sé ljóst að þetta sé upprunaleg gerð hússins.„Það hafa orðið á því töluverðar skemmdir, eins og menn sjá á myndum. Það versta í þessu er kannski það að skorsteinninn hafi verið brotinn. Því miður.“ Þór segir mikinn burð vera í skorsteininum og í raun hafi það bjargað húsinu að hann skyldi hafa stoppað á millivegg. „Ef hann hefði farið alveg niður hefði hann hugsanlega rifið þakið með sér. Þá hefði verið mikið minna eftir af húsinu. Þessi milliveggur hefur bjargað húsinu en skorsteinninn liggur og togar í þakið. Það er spurning hvort það þurfi ekki að rétta á þessu fyrir veturinn,“ segir Þór.Húsið er í fínu standi „Við gátum tekið múklæðningu aðeins utan af húsinu og undir henni er viðurinn merkilega heill og ófúinn. Það er aðeins fúi neðst í borðunum við fótstykkið. Að öðru leyti er þetta í fínu standi. Kjallarinn sömuleiðis. Þetta er góður hlaðinn grunnur sem hefur verið múraður að innan. Hann er þurr og fínn, þannig að golfbitar og annað er einnig í fínu standi.“ „Ég á ekki von á öðru en að menn ráðist í það að gera húsið upp og laga það. Þetta er ekki það stórt hús og það gætu margir ráðist í þetta verk og gert það vel,“ segir Þór. Hann tekur þó fram að bærinn eigi húsið og ekki er komið í ljós hvað menn vilji gera með það. Nokkrir aðilar hafa undanfarin ár lýst yfir áhuga á því að taka við húsinu. „Oft er nú með svona hús að það þarf að finna þeim hlutverk og einhverja sem vilja taka þau að sér og tryggja varðveislu þeirra. Það held ég að sé ekki vandamálið í þessu tilfelli.“Þannig að húsið lítur í raun merkilega vel út? „Já það er niðurstaðan. Nú er ég bara að ganga frá minni skýrslu og svo förum við á Minjastofnun yfir næstu skref. Það verður unnið áfram í málinu.“ Þór mun vera með erindi á opnum fundi í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld undir nafninu: Friðun húsa og lagaumhverfi.
Tengdar fréttir "Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36 „Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Pálmi Gestsson, leikari,stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. 14. júlí 2014 22:36
„Húsið er nákvæmlega eins og það var í Aðalvík“ Sigurður Gíslason fæddist í húsi sem skemmt var í Bolungarvík á dögunum. 15. júlí 2014 14:45
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43