Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur stendur við grunn dúfnakofans og bendir á þá skemmd sem komin er í rústirnar. Stórt skarð hefur verið höggvið í þær af þungavinnuvélum. Fréttablaðið/Vilhelm Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira