Sjöfætt risakönguló gengur laus í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 14:15 Köngulóin á stofugólfinu hjá Steve í gær. „Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu. Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu.
Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15
Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28