Sjöfætt risakönguló gengur laus í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 14:15 Köngulóin á stofugólfinu hjá Steve í gær. „Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu. Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu.
Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15
Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28