Sjöfætt risakönguló gengur laus í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 14:15 Köngulóin á stofugólfinu hjá Steve í gær. „Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu. Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
„Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu.
Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15
Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28