Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2014 16:22 Blaðamenn á DV segjast hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggi nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Vísir/Pjetur Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27