97 ára með tvær listasýningar í gangi Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2014 09:22 Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir hér kjól sem svipar mjög til kjóls sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist opinberlega í forsetatíð sinni VÍSIR/Stefán Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað. Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað.
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira