Risavaxið fjölskylduboð haldið á nýárskvöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. desember 2014 10:00 Oliver Luckett hefur fimm sinnum komið til Íslands á árinu. nordicphotos/getty „Ég ætlaði upphaflega að halda þetta partí á gamlárskvöld en áttaði mig svo á því að á Íslandi er fólk frekar með fjölskyldunni sinni á þessu kvöldi. Þess vegna færði ég það yfir á 1. janúar,“ segir bandaríski auðmaðurinn og samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett. Hann ætlar að halda heljarinnar gleðskap á Lavabarnum á nýársdagskvöld en hann hélt einmitt upp á afmælið sitt hér á landi síðastliðið sumar með miklum glæsibrag. „Afmælisveislan mín heppnaðist rosalega vel og þeir félagar mínir sem komust ekki þá vildu koma til Íslands að vetrarlagi. Ísland er einstaklega fallegt land og sérstaklega á veturnar,“ segir Luckett sem kann vel við sig á Fróni. Luckett er stofnandi theAudience, sem er eins konar miðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Á meðal viðskiptavina hans eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og bandaríska tónlistarkonan Azealia Banks. Það verður þó ekki eingöngu gleðskapur um kvöldið sem Luckett stendur á bak við því hann verður einnig með kvöldverðarboð á sinni könnu. „Þetta er eins og risastór fjölskyldukvöldverður sem endar með partíi,“ segir Luckett. Boðið verður á Sakebarnum og Veiðikofanum og þaðan verður farið á Lavabarinn. Þá ætlar Luckett einnig að flytja inn sína uppáhaldsplötusnúða, Wonkers, alla leið frá Berlín. Einnig munu fleiri listamenn koma fram í partíinu. Hann er einstaklega hrifinn af Íslendingum og íslenskri tónlist. „Ég elska að leiða hina ýmsu listamenn saman og uppgötva nýja íslenska tónlistarmenn,“ segir Luckett. Hann lítur á Ísland sem sitt annað heimili. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég kem til Íslands á einu ári,“ segir Luckett og hlær. Gera má ráð fyrir að ýmsir þekktir Íslendingar muni láta sjá sig í partíinu en auðmaðurinn vildi ekkert tjá sig um hverjir væru á gestalistanum. Á meðal þeirra sem mættu í afmælisveislu Lucketts voru tónlistarmaðurinn Zebra Katz, Ghostigital, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Rán, Daniel Lismore, Ragnar Kjartansson, Högni Egilsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi. Miðasala á viðburðinn er á midi.is.Einar Örn Benediktsson og Óttarr Proppé á góðri stund.Vísir/ValliEinar Örn Benediktsson tónlistarmaður hefur þekkt Luckett í fimm ár og kann vel við hann. „Hann er svona samfélagsmiðlagúrú og kom með nýja hugsun um hvernig nýta megi samfélagsmiðlana á góðan hátt og hvernig hægt sé að byggja upp tengslanet og annað. Við erum ágætisfélagar og kynntumst þegar ég tók hann í heimsókn hingað til lands fyrir um fimm árum. Hann safnaði íslenskri list og ég fór með hann í heimsóknir til íslenskra listamanna og kynnti hann fyrir íslenskri list,“ útskýrir Einar Örn. Hann kom fram í afmælisveislunni hans sem haldin var í Gamla bíói síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtilegt afmæli, stemningin var orðin sérstaklega góð þegar ég var búinn að að spila,“ segir Einar Örn og hlær. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Hrátt og sjarmerandi einbýlihús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Sjá meira
„Ég ætlaði upphaflega að halda þetta partí á gamlárskvöld en áttaði mig svo á því að á Íslandi er fólk frekar með fjölskyldunni sinni á þessu kvöldi. Þess vegna færði ég það yfir á 1. janúar,“ segir bandaríski auðmaðurinn og samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett. Hann ætlar að halda heljarinnar gleðskap á Lavabarnum á nýársdagskvöld en hann hélt einmitt upp á afmælið sitt hér á landi síðastliðið sumar með miklum glæsibrag. „Afmælisveislan mín heppnaðist rosalega vel og þeir félagar mínir sem komust ekki þá vildu koma til Íslands að vetrarlagi. Ísland er einstaklega fallegt land og sérstaklega á veturnar,“ segir Luckett sem kann vel við sig á Fróni. Luckett er stofnandi theAudience, sem er eins konar miðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Á meðal viðskiptavina hans eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og bandaríska tónlistarkonan Azealia Banks. Það verður þó ekki eingöngu gleðskapur um kvöldið sem Luckett stendur á bak við því hann verður einnig með kvöldverðarboð á sinni könnu. „Þetta er eins og risastór fjölskyldukvöldverður sem endar með partíi,“ segir Luckett. Boðið verður á Sakebarnum og Veiðikofanum og þaðan verður farið á Lavabarinn. Þá ætlar Luckett einnig að flytja inn sína uppáhaldsplötusnúða, Wonkers, alla leið frá Berlín. Einnig munu fleiri listamenn koma fram í partíinu. Hann er einstaklega hrifinn af Íslendingum og íslenskri tónlist. „Ég elska að leiða hina ýmsu listamenn saman og uppgötva nýja íslenska tónlistarmenn,“ segir Luckett. Hann lítur á Ísland sem sitt annað heimili. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég kem til Íslands á einu ári,“ segir Luckett og hlær. Gera má ráð fyrir að ýmsir þekktir Íslendingar muni láta sjá sig í partíinu en auðmaðurinn vildi ekkert tjá sig um hverjir væru á gestalistanum. Á meðal þeirra sem mættu í afmælisveislu Lucketts voru tónlistarmaðurinn Zebra Katz, Ghostigital, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Rán, Daniel Lismore, Ragnar Kjartansson, Högni Egilsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi. Miðasala á viðburðinn er á midi.is.Einar Örn Benediktsson og Óttarr Proppé á góðri stund.Vísir/ValliEinar Örn Benediktsson tónlistarmaður hefur þekkt Luckett í fimm ár og kann vel við hann. „Hann er svona samfélagsmiðlagúrú og kom með nýja hugsun um hvernig nýta megi samfélagsmiðlana á góðan hátt og hvernig hægt sé að byggja upp tengslanet og annað. Við erum ágætisfélagar og kynntumst þegar ég tók hann í heimsókn hingað til lands fyrir um fimm árum. Hann safnaði íslenskri list og ég fór með hann í heimsóknir til íslenskra listamanna og kynnti hann fyrir íslenskri list,“ útskýrir Einar Örn. Hann kom fram í afmælisveislunni hans sem haldin var í Gamla bíói síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtilegt afmæli, stemningin var orðin sérstaklega góð þegar ég var búinn að að spila,“ segir Einar Örn og hlær.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Hrátt og sjarmerandi einbýlihús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Sjá meira