Læknar fara fram á 42 prósenta hækkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. desember 2014 13:00 Læknadeilan Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkissáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. Fréttablaðið/Valli Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira