Læknar fara fram á 42 prósenta hækkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. desember 2014 13:00 Læknadeilan Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkissáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. Fréttablaðið/Valli Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent