Læknar fara fram á 42 prósenta hækkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. desember 2014 13:00 Læknadeilan Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkissáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. Fréttablaðið/Valli Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent