Borgin keypti fölsuð húsgögn í góðri trú jón hákon halldórsson og ingvar haraldsson skrifar 16. desember 2014 07:00 Reykjavíkurborg greiddi 7,2 milljónir króna fyrir eftirlíkingarnar árið 1992, sem jafngildir um 18,7 milljónum króna að núvirði. vísir/ernir „Menn héldu að þetta væri ákveðin týpa af þessum stólum sem væri framleidd samkvæmt leyfi frá rétthafa,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður um Le Corbusier-stólana sem borgin hefur ákveðið að láta farga. Ákvörðunin er tekin eftir að rétthafi Le Corbusier-húsgagnanna gerði athugasemd við þau. Fulltrúi húsgagnaframleiðandans Cassina, sem er rétthafi að Le Corbusier-vörumerkinu, heimsótti Ráðhúsið í sumar og gerði athugasemd við þau að heimsókn lokinni. Reykjavíkurborg svaraði erindi hans í gær þar sem fallist var á að farga þeim. Borgarlögmaður segir að um 50 sæti sé að ræða en ekki 150 líkt og Skúli Rósantsson, söluaðili Le Corbusier-húsgagna á Íslandi, hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Reykjavíkurborg greiddi 7,2 milljónir fyrir húsgögnin fyrir opnun Ráðhússins árið 1992, sem eru um það bil 18,7 milljónir króna að núvirði. Hefði verið um frumhönnun að ræða hefði borgin að líkindum þurft að greiða mun meira fyrir húsgögnin.Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður.Borgarlögmaður segir að fyrir opnun Ráðhússins hafi verið óskað eftir tilboðum í húsgögnin. Þau hafi síðan verið keypt af versluninni Sess. Í sumar gerði rétthafi á framleiðslu Le Corbusier athugasemd eftir að fulltrúi hans hafði komið í húsið. Eftir það barst Reykjavíkurborg formlegt erindi með kröfu um förgun húsgagnanna. Reykjavíkurborg svaraði erindinu í gær þar sem fallist var á að húsgögnunum yrði fargað. Steve Christer, einn af arkitektum Ráðhússins, segir að arkitektarnir hafi talið á sínum tíma að þessi húsgögn hefðu verið framleidd með leyfi frá framleiðanda. Húsgagnasalinn Sess, sem seldi Reykjavíkurborg húsgögnin, hafi verið fullvissaður um það af framleiðanda að þau væru framleidd með leyfi. Christer segir erfitt fyrir sig sem arkitekt að heyra þessa umræðu sem hafi verið í gangi í nokkur ár að húsgögnin hafi ekki verið framleidd með leyfi frá rétthafanum.RÚV hættir að nota sínar eftirlíkingar Eftirlíkingar af Le Corbusier-húsgögnum sem hafa verið í notkun í sjónvarpsútsendingum hjá RÚV undanfarinn áratug munu birtast landsmönnum í hinsta sinn í þættinum „Raggi Bjarna: Þannig týnist tíminn“ sem sýndur verður á annan í jólum. Þátturinn var tekinn upp fyrir rúmri viku, áður en umræða um eftirlíkingarnar komst í hámæli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá RÚV, gerir fastlega ráð fyrir að eftirlíkingunum, einum sófa og tveimur stólum, verði fargað á næstunni. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Menn héldu að þetta væri ákveðin týpa af þessum stólum sem væri framleidd samkvæmt leyfi frá rétthafa,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður um Le Corbusier-stólana sem borgin hefur ákveðið að láta farga. Ákvörðunin er tekin eftir að rétthafi Le Corbusier-húsgagnanna gerði athugasemd við þau. Fulltrúi húsgagnaframleiðandans Cassina, sem er rétthafi að Le Corbusier-vörumerkinu, heimsótti Ráðhúsið í sumar og gerði athugasemd við þau að heimsókn lokinni. Reykjavíkurborg svaraði erindi hans í gær þar sem fallist var á að farga þeim. Borgarlögmaður segir að um 50 sæti sé að ræða en ekki 150 líkt og Skúli Rósantsson, söluaðili Le Corbusier-húsgagna á Íslandi, hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Reykjavíkurborg greiddi 7,2 milljónir fyrir húsgögnin fyrir opnun Ráðhússins árið 1992, sem eru um það bil 18,7 milljónir króna að núvirði. Hefði verið um frumhönnun að ræða hefði borgin að líkindum þurft að greiða mun meira fyrir húsgögnin.Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður.Borgarlögmaður segir að fyrir opnun Ráðhússins hafi verið óskað eftir tilboðum í húsgögnin. Þau hafi síðan verið keypt af versluninni Sess. Í sumar gerði rétthafi á framleiðslu Le Corbusier athugasemd eftir að fulltrúi hans hafði komið í húsið. Eftir það barst Reykjavíkurborg formlegt erindi með kröfu um förgun húsgagnanna. Reykjavíkurborg svaraði erindinu í gær þar sem fallist var á að húsgögnunum yrði fargað. Steve Christer, einn af arkitektum Ráðhússins, segir að arkitektarnir hafi talið á sínum tíma að þessi húsgögn hefðu verið framleidd með leyfi frá framleiðanda. Húsgagnasalinn Sess, sem seldi Reykjavíkurborg húsgögnin, hafi verið fullvissaður um það af framleiðanda að þau væru framleidd með leyfi. Christer segir erfitt fyrir sig sem arkitekt að heyra þessa umræðu sem hafi verið í gangi í nokkur ár að húsgögnin hafi ekki verið framleidd með leyfi frá rétthafanum.RÚV hættir að nota sínar eftirlíkingar Eftirlíkingar af Le Corbusier-húsgögnum sem hafa verið í notkun í sjónvarpsútsendingum hjá RÚV undanfarinn áratug munu birtast landsmönnum í hinsta sinn í þættinum „Raggi Bjarna: Þannig týnist tíminn“ sem sýndur verður á annan í jólum. Þátturinn var tekinn upp fyrir rúmri viku, áður en umræða um eftirlíkingarnar komst í hámæli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá RÚV, gerir fastlega ráð fyrir að eftirlíkingunum, einum sófa og tveimur stólum, verði fargað á næstunni.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira