Ofbeldi og hótanir daglegt brauð í lífi skólabarnanna Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. desember 2014 08:00 Í Vesturbænum í Reykjavík er tekist á við vanda vegna ofbeldis og hótana í garð nemenda. Nordicphotos/AFP „Stundum gerist eitthvað í lífi barnanna sem við vitum ekki af, hnífstungan átti sér stað um helgi og við fréttum ekki af henni fyrr en seinna,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, um hnífstungu í Austurbænum í Reykjavík þar sem börn í skólanum tókust á með hníf að vopni. „Við ræðum málin þegar svona atvik koma upp. Við gætum viljað koma inn í svona mál í samstarfi við foreldra og þjónustumiðstöðina ef atvik eins og þessi hafa áhrif á skólagöngu barnanna. Við reynum að vinna saman að farsælli niðurstöðu,“ segir Hilmar. Samstarf eins og Hilmar nefnir hefur átt sér stað í Vesturbænum í Reykjavík. Þar hafa börn á grunnskólaaldri þurft að þola hótanir frá skólafélögum síðustu misseri. Vandinn virðist hafa blossað upp síðustu mánuði og tengist fáeinum nemendum á fimmtánda ári. Skólayfirvöld hafa með góðu fordæmi tekið fast á vandanum í samstarfi vð barnaverndarnefnd, félagsmálayfirvöld, íþróttafélög og lögreglu hverfisins.Fyrrverandi nemendur fjarlægðir af skólalóð Lögregla hefur verið kölluð á vettvang til þess að fjarlægja fyrrverandi nemendur eða félaga þeirra af skólalóð vegna þeirrar ógnar sem öðrum nemendum stafar af þeim. Vandinn hefur verið ræddur á samráðsfundum foreldra og grunnskóla, í vor og nú síðast í nóvember og þykir víðtækur. Dæmi eru um að nemendum sé hótað eða þeir kúgaðir til að láta geranda fá peninga eða muni í þeirra eigu. Þá tíðkast að kalla til eldri félaga á skólalóðina til að hafa þar upp ógnandi tilburði.Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barnaSamráð í grenndarsamfélaginu skiptir miklu máli því hótanir fara ekki aðeins fram á skólalóðinni. Einn mætti til að mynda vopnaður loftriffli í grennd við íþróttasvæði KR til að ógna félögum sínum. Þá eru hótanir oft á samfélagsmiðlum og öppum á borð við Snapchat. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir miður að hótanir og ofbeldi séu hluti af daglegu lífi barna í grunnskólum landsins. „Því miður er einelti og annars konar slæm framkoma, eins og hótanir, hluti af daglegu lífi of margra barna í skólunum. Samkvæmt lögum og reglum eiga allir skólar að vera með skýrar áætlanir, bæði um það hvernig er hægt að fyrirbyggja slíka hegðun og hvernig eigi að bregðast við þegar slík hegðun kemur upp. Það skiptir miklu máli að vinna eftir þessum áætlunum með virkum og markvissum hætti,“ segir hún.Skólar þurfa skýrar áætlanir Margrét segir bæði börn og foreldra leita til embættisins vegna eineltis, ofbeldis eða annars konar illrar meðferðar á börnum í skólum. Réttindafræðsla sé mikilvæg forvörn þegar komi að slíku. „Ef börn þekkja réttindi sín og vita hvers vegna þau eru mikilvæg eru þau líklegri til þess að virða réttindi annarra,“ segir hún. Margrét segir skóla verða að hafa skýrar áætlanir um hvernig eigi að bregðast við. „Þegar það er barn sem hótar, leggur í einelti eða beitir annars konar ofbeldi þarf að leitast við að nota úrræði sem eru til þess fallin að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif,“ segir hún. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins segir að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu fyrir skólann til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Hún segir að áætlunin skuli ná til allra nemenda og styrkja þá til að bera virðingu fyrir hver öðrum, sýna tillitssemi og samkennd og taka afstöðu gegn einelti.Þarf að segja frá kúgun og ofbeldi Margrét nefnir að það sé erfitt að setja skýr mörk. „Sumt sem einhverjir telja „saklaust grín“ getur haft verulega neikvæð áhrif á líðan annarra barna.“ Kristján Ó. Guðnason, stöðvarstjóri lögreglu í Vesturbænum, segir fáeina einstaklinga geta haft umtalsverð truflandi áhrif á skólafélagana og langt frá því að öll mál komi á borð lögreglu. „Þó að við merkjum einstaka aukin útköll hjá okkur þá þýðir það ekki að við vitum umfang vandans,“ segir Kristján og hvetur börn til að segja frá séu þau beitt kúgun og ofbeldi. „Við tökum vel á móti öllum börnum og foreldrum þeirra sem finnst þeim ógnað eða hafa orðið fyrir hótunum. Ég ráðlegg börnum sem finnst þeim ógnað að finna einhvern sem þau treysta til að segja frá. Það er mikilvægt fyrsta skref.“ Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Stundum gerist eitthvað í lífi barnanna sem við vitum ekki af, hnífstungan átti sér stað um helgi og við fréttum ekki af henni fyrr en seinna,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, um hnífstungu í Austurbænum í Reykjavík þar sem börn í skólanum tókust á með hníf að vopni. „Við ræðum málin þegar svona atvik koma upp. Við gætum viljað koma inn í svona mál í samstarfi við foreldra og þjónustumiðstöðina ef atvik eins og þessi hafa áhrif á skólagöngu barnanna. Við reynum að vinna saman að farsælli niðurstöðu,“ segir Hilmar. Samstarf eins og Hilmar nefnir hefur átt sér stað í Vesturbænum í Reykjavík. Þar hafa börn á grunnskólaaldri þurft að þola hótanir frá skólafélögum síðustu misseri. Vandinn virðist hafa blossað upp síðustu mánuði og tengist fáeinum nemendum á fimmtánda ári. Skólayfirvöld hafa með góðu fordæmi tekið fast á vandanum í samstarfi vð barnaverndarnefnd, félagsmálayfirvöld, íþróttafélög og lögreglu hverfisins.Fyrrverandi nemendur fjarlægðir af skólalóð Lögregla hefur verið kölluð á vettvang til þess að fjarlægja fyrrverandi nemendur eða félaga þeirra af skólalóð vegna þeirrar ógnar sem öðrum nemendum stafar af þeim. Vandinn hefur verið ræddur á samráðsfundum foreldra og grunnskóla, í vor og nú síðast í nóvember og þykir víðtækur. Dæmi eru um að nemendum sé hótað eða þeir kúgaðir til að láta geranda fá peninga eða muni í þeirra eigu. Þá tíðkast að kalla til eldri félaga á skólalóðina til að hafa þar upp ógnandi tilburði.Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barnaSamráð í grenndarsamfélaginu skiptir miklu máli því hótanir fara ekki aðeins fram á skólalóðinni. Einn mætti til að mynda vopnaður loftriffli í grennd við íþróttasvæði KR til að ógna félögum sínum. Þá eru hótanir oft á samfélagsmiðlum og öppum á borð við Snapchat. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir miður að hótanir og ofbeldi séu hluti af daglegu lífi barna í grunnskólum landsins. „Því miður er einelti og annars konar slæm framkoma, eins og hótanir, hluti af daglegu lífi of margra barna í skólunum. Samkvæmt lögum og reglum eiga allir skólar að vera með skýrar áætlanir, bæði um það hvernig er hægt að fyrirbyggja slíka hegðun og hvernig eigi að bregðast við þegar slík hegðun kemur upp. Það skiptir miklu máli að vinna eftir þessum áætlunum með virkum og markvissum hætti,“ segir hún.Skólar þurfa skýrar áætlanir Margrét segir bæði börn og foreldra leita til embættisins vegna eineltis, ofbeldis eða annars konar illrar meðferðar á börnum í skólum. Réttindafræðsla sé mikilvæg forvörn þegar komi að slíku. „Ef börn þekkja réttindi sín og vita hvers vegna þau eru mikilvæg eru þau líklegri til þess að virða réttindi annarra,“ segir hún. Margrét segir skóla verða að hafa skýrar áætlanir um hvernig eigi að bregðast við. „Þegar það er barn sem hótar, leggur í einelti eða beitir annars konar ofbeldi þarf að leitast við að nota úrræði sem eru til þess fallin að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif,“ segir hún. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins segir að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu fyrir skólann til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Hún segir að áætlunin skuli ná til allra nemenda og styrkja þá til að bera virðingu fyrir hver öðrum, sýna tillitssemi og samkennd og taka afstöðu gegn einelti.Þarf að segja frá kúgun og ofbeldi Margrét nefnir að það sé erfitt að setja skýr mörk. „Sumt sem einhverjir telja „saklaust grín“ getur haft verulega neikvæð áhrif á líðan annarra barna.“ Kristján Ó. Guðnason, stöðvarstjóri lögreglu í Vesturbænum, segir fáeina einstaklinga geta haft umtalsverð truflandi áhrif á skólafélagana og langt frá því að öll mál komi á borð lögreglu. „Þó að við merkjum einstaka aukin útköll hjá okkur þá þýðir það ekki að við vitum umfang vandans,“ segir Kristján og hvetur börn til að segja frá séu þau beitt kúgun og ofbeldi. „Við tökum vel á móti öllum börnum og foreldrum þeirra sem finnst þeim ógnað eða hafa orðið fyrir hótunum. Ég ráðlegg börnum sem finnst þeim ógnað að finna einhvern sem þau treysta til að segja frá. Það er mikilvægt fyrsta skref.“
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira