Innlent

Fá Evrópustyrk vegna toghlera

Svavar Hávarðsson skrifar
í höfn Pólar horfa til framtíðar í veiðarfæragerð.
í höfn Pólar horfa til framtíðar í veiðarfæragerð. Vísir/Vilhelm
Fyrirtækið Pólar Toghlerar hefur fengið vilyrði fyrir styrk frá Evrópusambandinu til vöruþróunar á stýranlegum toghlerum. Styrkurinn er 7,5 milljónir sem notast við gerð markaðs- og áreiðanleikakönnunar sem frekara þróunarstarf mun byggja á.

Sú þróun lýtur að notkun við togveiðar og einnig fyrstu skref í þróun á stýranlegu tækninni til mun stærri hlera sem notaðir eru við rannsóknir á olíusetlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×