Innlent

Jólalestin á ferðinni í dag

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Um 15 þúsund manns fylgjast með lestinni ár hvert.
Um 15 þúsund manns fylgjast með lestinni ár hvert.
Jólalest Coca-Cola fer í dag í sína árlegu ferð um höfuðborgarsvæðið.

Jólalestin, með jólasveininn í fararbroddi, hefur för sína frá Stuðlahálsi klukkan 16 og mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Klukkan 17 ekur hún svo niður Laugaveginn.

Síðan mun jólalestin koma við á Barnaspítala Hringsins þar sem jólasveinninn mun líta inn til barnanna og færa þeim gjafir.

Þetta er í nítjánda sinn sem jólalestin ekur um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×