Innlent

Stjórnvöld fara í stríð við sóun

Svavar Hávarðsson skrifar
Sjálfbær neysla er rauði þráðurinn.
Sjálfbær neysla er rauði þráðurinn. fréttablaðið/óká
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kallað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015–2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.

Í drögunum er tilgreind nauðsyn þess að auka sjálfbæra neyslu og stuðla að því að lífshættir haldist í hendur við aðferðir sem auka nýtni. Þá þurfi að nýta hluti betur svo þeir verði ekki að úrgangi, draga úr notkun einnota umbúða og auka græna nýsköpun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×