Innlent

Vilja stofna hamfarasjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að Alþingi fari í jólafrí í næstu viku.
Búist er við því að Alþingi fari í jólafrí í næstu viku. fréttablaðið/vilhelm
Minnihluti fjárlaganefndar telur að í ljósi eldsumbrota í Holuhrauni þurfi að stofna hamfarasjóð. Hann sjái um þá þætti sem aðrir sjóðir, eins og ofanflóðasjóður, Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging sjái ekki um. Til dæmis afleiðingar flóða af völdum eldgosa.

Þetta er meðal þess sem kom fram í nefndaráliti við fjáraukalög fyrir þriðju umræðu. Umræðunni lauk í gær en atkvæðagreiðslu er ólokið. Annarri umræðu um frumvarpið lauk rétt fyrir tíu í fyrrakvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×