Ráðherra segir lög á verkfall lækna ekki leysa vandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. desember 2014 08:45 Heilbrigðisráðherra segist enn bera von í brjósti um að læknadeilan leysist. Fréttablaðið/Pjetur Ekkert hefur verið rætt um lagasetningu á verkfall lækna og skurðlækna í ríkisstjórninni eða heilbrigðisráðuneytinu, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. „Það myndi ekki leysa vandann,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. Verkfall lækna hefur nú staðið yfir í 59 daga en síðustu verkfallslotu fyrir jól lýkur í dag. Læknar samþykktu á þriðjudag auknar verkfallsaðgerðir eftir áramót, en loturnar munu þá standa yfir í fjóra daga í senn í stað tveggja. Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, sagði í samtali við Stöð 2 á þriðjudag að með þeim myndu allar skurðaðgerðir falla niður, alla daga vikunnar utan föstudaga. Aðspurður hvort svo víðtæk vinnustöðvun hjá læknum eins og boðuð er stefni ekki almannahagsmunum í hættu og réttlæti þar af leiðandi að minnsta kosti umræðu um lagasetningu segist ráðherra vilja meta stöðuna dag frá degi. „Ég ber ennþá þá von í brjósti að samningsaðilar komist að einhverri niðurstöðu. Þau sjá það beggja vegna borðsins hversu brýnt þetta er orðið. Ég er ekki kominn á þann stað að ég trúi því ekki að við náum saman,“ segir Kristján Þór. Verkfallið hefur nú þegar haft víðtæk áhrif á rekstur spítala og heilsugæslustöðva landsins. Rúmlega 700 aðgerðum hefur verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ekkert hefur verið rætt um lagasetningu á verkfall lækna og skurðlækna í ríkisstjórninni eða heilbrigðisráðuneytinu, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. „Það myndi ekki leysa vandann,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. Verkfall lækna hefur nú staðið yfir í 59 daga en síðustu verkfallslotu fyrir jól lýkur í dag. Læknar samþykktu á þriðjudag auknar verkfallsaðgerðir eftir áramót, en loturnar munu þá standa yfir í fjóra daga í senn í stað tveggja. Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, sagði í samtali við Stöð 2 á þriðjudag að með þeim myndu allar skurðaðgerðir falla niður, alla daga vikunnar utan föstudaga. Aðspurður hvort svo víðtæk vinnustöðvun hjá læknum eins og boðuð er stefni ekki almannahagsmunum í hættu og réttlæti þar af leiðandi að minnsta kosti umræðu um lagasetningu segist ráðherra vilja meta stöðuna dag frá degi. „Ég ber ennþá þá von í brjósti að samningsaðilar komist að einhverri niðurstöðu. Þau sjá það beggja vegna borðsins hversu brýnt þetta er orðið. Ég er ekki kominn á þann stað að ég trúi því ekki að við náum saman,“ segir Kristján Þór. Verkfallið hefur nú þegar haft víðtæk áhrif á rekstur spítala og heilsugæslustöðva landsins. Rúmlega 700 aðgerðum hefur verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira