Draumur að hitta Slash Freyr Bjarnason skrifar 9. desember 2014 00:01 Davíð Máni Jóhannesson ásamt goðinu sínu Slash eftir tónleikana í Laugardalshöll. Slash heldur á Guns N´Roses merkinu. Mynd/Jóhannes Bjarki Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira