Draumur að hitta Slash Freyr Bjarnason skrifar 9. desember 2014 00:01 Davíð Máni Jóhannesson ásamt goðinu sínu Slash eftir tónleikana í Laugardalshöll. Slash heldur á Guns N´Roses merkinu. Mynd/Jóhannes Bjarki Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira