Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Margrét Steinarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“ Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira