Getur reynst erfitt að fá nám metið hér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:30 Barbara Kristvinsson og Leifur Bárðarson. Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“ Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira