Getur reynst erfitt að fá nám metið hér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:30 Barbara Kristvinsson og Leifur Bárðarson. Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“ Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira