Krefst helmings af eignum Kaupþings Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2014 08:30 Vincent Tchenguiz vill yfir 430 milljarða frá Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum. vísir/daníel Krafa Vincents Tchenguiz á slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengda einstaklinga nemur meira en helmingi af eignum þrotabúsins. Eins og fram kom í breskum fjölmiðlum í gær hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Krafa Vincents nemur 2,2 milljörðum punda eða um 430 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt árshlutauppgjöri Kaupþings námu eignir búsins þann 30. júní síðastliðinn hins vegar um 789 milljörðum íslenskra króna. Kröfurnar í bú Kaupþings nema 2.793 milljörðum króna. Þetta þýðir að krafa Tchenguiz nemur um fimmtán prósentum af heildarkröfum í bú Kaupþings. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem Tchenguiz varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggist á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka hann í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Kaupþing sendi seint í fyrrakvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki þrotabúið né Jóhannes Rúnar Jóhannsson slitastjórnarmaður hafi fengið sendar upplýsingar um kröfu Tchenguiz á hendur þeim. „Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum,“ segir í tilkynningu sem birt er á vef Kaupþings. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvort krafan verður forgangskrafa eða almenn krafa. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Krafa Vincents Tchenguiz á slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengda einstaklinga nemur meira en helmingi af eignum þrotabúsins. Eins og fram kom í breskum fjölmiðlum í gær hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Krafa Vincents nemur 2,2 milljörðum punda eða um 430 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt árshlutauppgjöri Kaupþings námu eignir búsins þann 30. júní síðastliðinn hins vegar um 789 milljörðum íslenskra króna. Kröfurnar í bú Kaupþings nema 2.793 milljörðum króna. Þetta þýðir að krafa Tchenguiz nemur um fimmtán prósentum af heildarkröfum í bú Kaupþings. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem Tchenguiz varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggist á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka hann í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Kaupþing sendi seint í fyrrakvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki þrotabúið né Jóhannes Rúnar Jóhannsson slitastjórnarmaður hafi fengið sendar upplýsingar um kröfu Tchenguiz á hendur þeim. „Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum,“ segir í tilkynningu sem birt er á vef Kaupþings. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvort krafan verður forgangskrafa eða almenn krafa.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels