Merkjanlegar breytingar á hegðun gossins Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2014 07:00 Hraunbreiðan er orðin rúmlega 72 ferkílómetrar að stærð – og enn gýs kröftuglega. mynd/mortenriishuus „Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa. Bárðarbunga Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa.
Bárðarbunga Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira