62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í heildina hafi gengið vel að aðstoða fólk við leiðréttinguna. Fréttablaðið/anton Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira