„Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. október 2014 08:00 Darri Ingólfsson Visir/Julia Sandberg Hansson „Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“ Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“
Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00
Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30
Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00
Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30